Orð ársins – ekki bara á Íslandi

Minnt er á kosninguna um orð ársins 2021.

En það er víðar en á Íslandi sem orð ársins er kosið. Á föstudaginn var orð ársins 2021 opinberað í Færeyjum.

Hlustendur Kringvarpsins í Færeyjum sendu fjölda tillagna af orðum. Dómnefnd valdi svo tíu af þessum orðum til að komast áfram í valinu.

Einróma álit dómnefnar var að sammóðir væri orð ársins 2021 í Færeysku. Orðið var það eina af þessum tíu sem ekki tengist umræðu um Covid-faraldurinn. Það eru sem sagt fleiri en Íslendingar sem nenna þessum faraldri ekki lengur.

Sammóðir er notað um konur í samkynja sambandi eða hjónabandi. Sammóðir er „hin móðirin“, þ.e. konan í sambandinu sem gengur ekki með og elur barnið.

Hér er hægt að hlusta á umræður dómnefndarinnar.

Þetta er í sjötta sinn sem orð ársins er valið í Færeyjum. Hin orðin eru:

  • 2016: Hjúnabandslóg
  • 2017: Fiskvinnunýskipan
  • 2018: Ræstkjøtaburgari
  • 2019: Heimafriður
  • 2020: Sóttarhald

Sjá einnig: Dimmalætting: „Sammóðir“ ársins orð

Orð ársins 2021 – Seinni umferð

Seinni umferð kosninganna um orð ársins 2021 er opinberlega hafin. Nú á að kjósa eitt af tíu stigahæstu orðunum sem komust áfram úr fyrri umferðinni.

Hér er hægt að taka þátt í kosningunni um orð ársins 2021.

Útskýringarnar á orðunum eru allar á vefnum Orðabókin.is.

Tíu stigahæstu orðin eru, í stafrófsröð:

Úrslit kosninganna verða svo kunngjörð einhverntíma fyrri hluta janúar 2022.

Orð ársins 2021

Fyrri umferð kosningarinnar um orð ársins er nú í fullum gangi. Ef árið 2020 var ár veiru- og faraldsfræðinga (eða faraldursfræðinga?) verður 2021 líklega ár jarðskjálfta- og eldgosasérfræðinga. Það er a.m.k. mikið af skjálfta- og gostengdum orðum á listanum að þessu sinni.

Hér er hægt að taka þátt í valinu á orði ársins 2021.

27 orð berjast um titilinn Orð ársins 2021. Útskýringar á þeim má allar finna á vefnum Orðabókin.is. Þau hafa ekki öll komið til sögunnar á þessu ári, en eiga það sameiginlegt að hafa bæst við safnið undanfarið ár, eða eftir að síðasta kosning hófst, í byrjun nóvember 2020.

Orðin á listanum eru eftirfarandi, í stafrófsröð:

Nýtt útlit

Vefur sem tekur ekki breytingum er dauður. Undanfarnar tvær vikur, eða svo, hef ég verið að prófa mig áfram með nýtt útlit á Orðabókinni. Breytingarnar eru ekki stórvægilegar fyrir hinn almenna notanda en þær auðvelda mér uppfærslu og umsjón með Orðabókinni.

Ég ákvað að fjárfesta í þemanu Avada. Eftir að hafa fiktað í því og sett vefinn upp eins og ég vil hafa hann gat ég losað mig við fullt af WordPress-viðbótum. Þetta þema hefur allt sem hugurinn girnist þegar kemur að uppsetngu vefsins. (Nei, ég fæ ekki borgað fyrir að skrifa þetta).

Uppsetningu á nýja þemanu er að mestu lokið, en ennþá á eftir að breyta einhverjum smáatriðum, þýða nokkur ensk orð og fleira smálegt.

Notendur sem verða varir við eitthvað óeðlilegt á Orðabókinni mega gjarnan hafa samband og láta vita af því.

Nú þarf ég vonandi ekki að eyða eins miklum tíma í uppfærslur á viðbótum og áður í hvert skipti sem ég fer inn á vefinn og get einbeitt mér að efnisvinnslunni. Ég hef líka á tilfinningunni að Orðabókin sé strax orðin sýnilegri í Google og að umferð um hana hafi aukist við þessar breytingar. En það er bara tilfinning og þarf að staðfesta hana með mælingum.

Fulla ferð áfram!

Orð ársins

RÚV og Árnastofnun tilkynntu í dag hvaða orð voru valin orð ársins 2018.

Fyrir valinu urðu orðin klausturfokk og kulnun.

Auk þess tilnefndi Árnastofnun sagnorðið plokka, í merkingunni að fara út að skokka og tína upp rusl í sömu ferð.

Fylgist með í næstu viku. Þá kemur út nýr hlaðvarpsþáttur, þar sem sagt verður frá því hvert orð ársins er í Orðabókinni. Kosningunni er formlega lokið og talning atkvæða stendur yfir.

Klausturfokk

Þetta Klaustursmál hefur alið af sér ýmis skemmtileg nýyrði.

Orð tengd málinu sem hafa ratað í Orðabókina eru:

Það er verst að atkvæðagreiðslan um orð ársins er of langt á veg komin til að þessi orð geti verið með. Helst langar mig til að hætta við hana og byrja upp á nýtt.

Að vissu leyti skil ég hvernig höfundum áramótaskaupsins líður.

Nú er bara að vona að Íslendingar verði ekki eins fljótir að gleyma þessari umræðu og þeir eru að gleyma öðrum stórum málum. Því eitthvað af þessum orðum á möguleika á að verða kosið orð næsta árs.

Orð ársins 2018 – seinni hluti

Seinni umferð kosninganna um orð ársins 2018 er opinberlega hafin.

Í henni má kjósa eitt af þeim tíu orðum sem fengu flest stig í fyrri umferðinni. Þau hafa ekki öll komið við sögu á þessu ári – sum þeirra hafa verið til talsvert lengi – en þau eiga það sameiginlegt að hafa komist í orðabókina á milli 1. nóvember 2017 og 31. október 2018.

Orðin eru, í stafrófsröð:

Smelltu hér til að kjósa.

Orð ársins – fyrri hluti

Kosningin um orð ársins er nú í fullum gangi – hún stendur yfir þar til í byrjun desember.

Í fyrri umferð kosninganna er kosið milli allra orða sem hafa bæst við Orðabókina frá 1. nóvember 2017 til 1. nóvember 2018. Það er 51 orð.

Orðin hafa samt ekki öll komið til sögunnar á þessu ári. Sum þeirra voru áberandi í þjóðmálaumræðunni á árinu. Önnur fundust bara við vafur á vefnum og mér fannst þau eiga heima í Orðabókinni. Og sum eru komin til vegna ábendinga frá lesendum Orðabókarinnar.

Í fyrri umferðinni má velja allt að fimm orð og gefa þeim stig. Tíu stigahæstu orðin í lok umferðinnar komast áfram í seinni umferð.

Hér má smella til að kjósa.

Minnt er á að á vefnum ordabokin.is má nálgast útskýringar á öllum orðunum.

Orðin sem kosið er um eru eftirfarandi: