Orð ársins – ekki bara á Íslandi

Minnt er á kosninguna um orð ársins 2021.

En það er víðar en á Íslandi sem orð ársins er kosið. Á föstudaginn var orð ársins 2021 opinberað í Færeyjum.

Hlustendur Kringvarpsins í Færeyjum sendu fjölda tillagna af orðum. Dómnefnd valdi svo tíu af þessum orðum til að komast áfram í valinu.

Einróma álit dómnefnar var að sammóðir væri orð ársins 2021 í Færeysku. Orðið var það eina af þessum tíu sem ekki tengist umræðu um Covid-faraldurinn. Það eru sem sagt fleiri en Íslendingar sem nenna þessum faraldri ekki lengur.

Sammóðir er notað um konur í samkynja sambandi eða hjónabandi. Sammóðir er „hin móðirin“, þ.e. konan í sambandinu sem gengur ekki með og elur barnið.

Hér er hægt að hlusta á umræður dómnefndarinnar.

Þetta er í sjötta sinn sem orð ársins er valið í Færeyjum. Hin orðin eru:

  • 2016: Hjúnabandslóg
  • 2017: Fiskvinnunýskipan
  • 2018: Ræstkjøtaburgari
  • 2019: Heimafriður
  • 2020: Sóttarhald

Sjá einnig: Dimmalætting: „Sammóðir“ ársins orð