Orð ársins 2023 – úrslitin

Það er kominn tími til að upplýsa um það hvert orð ársins 2023 er hjá Orðabókinni. Og ekki seinna vænna. Því febrúar er runninn upp!

Tuttuguogfjögur orð tóku þátt í valinu í upphafi.

Tíu stigahæstu orðin komust áfram í aðra umferð. Þau eru, í stafrófsröð:

Þið kusuð í seinni umferðinni. Og orðið sem fékk flest atkvæði í henni er strandpína.

Í öðru sæti varð gosglanni og í þriðja sæti varð flokkunarkvíði.

Strandpína er annað orð yfir sólbruna.

Það þekkja öll sem hafa legið of lengi í sólbaði, t.d. á ströndinni á Tene að taka tásumyndir, hvað það getur verið vont að sólbrenna. Sérstaklega fyrstu dagana eftir brunann.

Ef maður liggur of lengi í sólinni án þess að nota sólarvörn fær maður strandpínu.

Þakka ykkur öllum fyrir þátttöku í atkvæðagreiðslunni. Og varið ykkur á strandpínunni næsta sumar!

Fyrirvari:

Til viðkvæmra sálna og virkra í athugasemdum:

Það er allt í lagi að það séu til fleiri en eitt orð sem merkja það sama. Það þarf ekki endilega að vera til bara eitt orð yfir hvern hlut eða fyrirbæri. Ef það eru til einhver orð sem okkur er illa við eða þolum ekki, þá er bara eitt að gera. Og það er að nota þau ekki!