Orð ársins

RÚV og Árnastofnun tilkynntu í dag hvaða orð voru valin orð ársins 2018.

Fyrir valinu urðu orðin klausturfokk og kulnun.

Auk þess tilnefndi Árnastofnun sagnorðið plokka, í merkingunni að fara út að skokka og tína upp rusl í sömu ferð.

Fylgist með í næstu viku. Þá kemur út nýr hlaðvarpsþáttur, þar sem sagt verður frá því hvert orð ársins er í Orðabókinni. Kosningunni er formlega lokið og talning atkvæða stendur yfir.

Klausturfokk

Þetta Klaustursmál hefur alið af sér ýmis skemmtileg nýyrði.

Orð tengd málinu sem hafa ratað í Orðabókina eru:

Það er verst að atkvæðagreiðslan um orð ársins er of langt á veg komin til að þessi orð geti verið með. Helst langar mig til að hætta við hana og byrja upp á nýtt.

Að vissu leyti skil ég hvernig höfundum áramótaskaupsins líður.

Nú er bara að vona að Íslendingar verði ekki eins fljótir að gleyma þessari umræðu og þeir eru að gleyma öðrum stórum málum. Því eitthvað af þessum orðum á möguleika á að verða kosið orð næsta árs.