Orð ársins

RÚV og Árnastofnun tilkynntu í dag hvaða orð voru valin orð ársins 2018.

Fyrir valinu urðu orðin klausturfokk og kulnun.

Auk þess tilnefndi Árnastofnun sagnorðið plokka, í merkingunni að fara út að skokka og tína upp rusl í sömu ferð.

Fylgist með í næstu viku. Þá kemur út nýr hlaðvarpsþáttur, þar sem sagt verður frá því hvert orð ársins er í Orðabókinni. Kosningunni er formlega lokið og talning atkvæða stendur yfir.

Lokametrarnir

Í dag er vika í stóra skiladaginn.

Það er komin mynd á vefinn og greinargerðina. Enn vantar einhver almennileg og ekki allt of klisjukennd lokaorð í hana.

Það eru komin fjörutíuogtvö orð í safnið.

Tveir af þremur hlaðvarpsþáttum eru orðnir opinberir. Sá þriðji verður gerður aðgengilegur í dag eða á morgun. Þá má nálgast á Orðabókarvefnum og í gegnum iTunes.

Stofnaður hefur verið Twitter-aðgangur undir nafninu Málfarslögreglan.

Síða undir sama nafni er aðgengileg á Facebook.

Þetta er allt að smella saman!