Hleðslukvíði er orð ársins 2022

Kosningu um orð ársins 2022 hjá Orðabókinni er nú lokið. Sigurvegarinn í kosningunni er Hleðslukvíði.

Hleðslukvíði er tilfinning sem eigendur rafmagnsbíla og rafmagnshjóla kannast við þegar þau óttast að komast ekki á leiðarenda með orkunni sem er eftir á batteríinu.

Við könnumst líka við þessa tilfinningu þegar við höfum áhyggjur af því að rafhlaðan í símanum tæmist við óheppilegar aðstæður, t.d. úti á djamminu eða á ferðalögum þar sem engin rafmagnsinnstunga er nærri.

Þakka öllum sem tóku þátt í kosningunni. Verið dugleg að búa til ný orð árið 2023.

Og ég lofa að skrifa um eitthvað annað en orð ársins á þennan vef á þessu ári, og hafa hann virkari en á því síðasta. Það verður ekki erfitt.

Orð ársins 2022 hjá nokkrum öðrum:

Orð ársins hjá orðabókinni frá upphafi:

Til upprifjunar er hér listi yfir orð ársins hjá Orðabókinni frá upphafi:

Orð ársins 2022

Nú er næstum því ár síðan eitthvað var skrifast síðas á þennan vef.

Í dag er dagur íslenskrar tungu!

Það hefur þó bæst við orðasafnið í Orðabókinni og orðin eru nú orðin 263 talsins. Þess má geta að loforð um prentútgáfu Orðabókarinnar stendur ennþá. Farið verður að huga að því þegar 400 orð verða komin í safnið.

En nú er kominn tími til að kjósa orð ársins. Sem fyrr verður kosningunni skipt í tvær umferðir. Í fyrri umferðinni má velja fimm orð og gefa þeim stig frá einum upp í fimm.

Hér má kjósa í fyrri umferðinni um orð ársins 2022. Hún stendur yfir þar til í byrjun desember.

Orðin sem bæst hafa í safnið undanfarið ár og taka því þátt í kosningunni eru eftirtalin:

Orð ársins 2021

Úrslitin eru ljós í kosningunni um Orð ársins 2021.

Og orð ársins 2021 í Orðabókinni er Óróapúls. Eins og hjá RÚV.

Óróapúls er mikill fjöldi lítilla jarðskjálfta sem verða með örstuttu millibili.

Orðið mun fyrst hafa birst á prenti á litlum og óáberandi stað í tímariti Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja í desember 2014, skv. vefnum timarit.is.

Það var svo á allra vörum í tengslum við jarðhræringar og eldgos á Reykjanesi í febrúar og mars 2021.

Úrslit kosninganna

Í seinni umferð kosninganna stóð valið á milli tíu stigahæstu orðanna úr fyrri umferðinni.

194 atkvæði voru greidd í seinni umferðinni. Hér eru úrslitin úr henni. Orðunum er raðað eftir fjölda atkvæða, með atkvæðafjölda innan sviga:

  1. Óróapúls (39)
  2. Mótefnaöfund (31)
  3. Gosórói (26)
  4. Grímuskylda (25)
  5. Eldfjalladólgur (16)
  6. Slaufunarmenning (16)
  7. Trampólínveður (12)
  8. Rafskotta (11)
  9. Liprunarbréf (9)
  10. Fávitavarpið (8)