Orð ársins 2021

Úrslitin eru ljós í kosningunni um Orð ársins 2021.

Og orð ársins 2021 í Orðabókinni er Óróapúls. Eins og hjá RÚV.

Óróapúls er mikill fjöldi lítilla jarðskjálfta sem verða með örstuttu millibili.

Orðið mun fyrst hafa birst á prenti á litlum og óáberandi stað í tímariti Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja í desember 2014, skv. vefnum timarit.is.

Það var svo á allra vörum í tengslum við jarðhræringar og eldgos á Reykjanesi í febrúar og mars 2021.

Úrslit kosninganna

Í seinni umferð kosninganna stóð valið á milli tíu stigahæstu orðanna úr fyrri umferðinni.

194 atkvæði voru greidd í seinni umferðinni. Hér eru úrslitin úr henni. Orðunum er raðað eftir fjölda atkvæða, með atkvæðafjölda innan sviga:

  1. Óróapúls (39)
  2. Mótefnaöfund (31)
  3. Gosórói (26)
  4. Grímuskylda (25)
  5. Eldfjalladólgur (16)
  6. Slaufunarmenning (16)
  7. Trampólínveður (12)
  8. Rafskotta (11)
  9. Liprunarbréf (9)
  10. Fávitavarpið (8)

Orð ársins – ekki bara á Íslandi

Minnt er á kosninguna um orð ársins 2021.

En það er víðar en á Íslandi sem orð ársins er kosið. Á föstudaginn var orð ársins 2021 opinberað í Færeyjum.

Hlustendur Kringvarpsins í Færeyjum sendu fjölda tillagna af orðum. Dómnefnd valdi svo tíu af þessum orðum til að komast áfram í valinu.

Einróma álit dómnefnar var að sammóðir væri orð ársins 2021 í Færeysku. Orðið var það eina af þessum tíu sem ekki tengist umræðu um Covid-faraldurinn. Það eru sem sagt fleiri en Íslendingar sem nenna þessum faraldri ekki lengur.

Sammóðir er notað um konur í samkynja sambandi eða hjónabandi. Sammóðir er „hin móðirin“, þ.e. konan í sambandinu sem gengur ekki með og elur barnið.

Hér er hægt að hlusta á umræður dómnefndarinnar.

Þetta er í sjötta sinn sem orð ársins er valið í Færeyjum. Hin orðin eru:

  • 2016: Hjúnabandslóg
  • 2017: Fiskvinnunýskipan
  • 2018: Ræstkjøtaburgari
  • 2019: Heimafriður
  • 2020: Sóttarhald

Sjá einnig: Dimmalætting: „Sammóðir“ ársins orð

Orð ársins 2021 – Seinni umferð

Seinni umferð kosninganna um orð ársins 2021 er opinberlega hafin. Nú á að kjósa eitt af tíu stigahæstu orðunum sem komust áfram úr fyrri umferðinni.

Hér er hægt að taka þátt í kosningunni um orð ársins 2021.

Útskýringarnar á orðunum eru allar á vefnum Orðabókin.is.

Tíu stigahæstu orðin eru, í stafrófsröð:

Úrslit kosninganna verða svo kunngjörð einhverntíma fyrri hluta janúar 2022.

Orð ársins 2021

Fyrri umferð kosningarinnar um orð ársins er nú í fullum gangi. Ef árið 2020 var ár veiru- og faraldsfræðinga (eða faraldursfræðinga?) verður 2021 líklega ár jarðskjálfta- og eldgosasérfræðinga. Það er a.m.k. mikið af skjálfta- og gostengdum orðum á listanum að þessu sinni.

Hér er hægt að taka þátt í valinu á orði ársins 2021.

27 orð berjast um titilinn Orð ársins 2021. Útskýringar á þeim má allar finna á vefnum Orðabókin.is. Þau hafa ekki öll komið til sögunnar á þessu ári, en eiga það sameiginlegt að hafa bæst við safnið undanfarið ár, eða eftir að síðasta kosning hófst, í byrjun nóvember 2020.

Orðin á listanum eru eftirfarandi, í stafrófsröð: