Orð ársins 2024 – úrslit

Forsetagæi er orð ársins 2024.

Það er kominn tími til að byrja þetta ár – og þó fyrr hefði verið! Janúar næstum því búinn og ekkert búið að gerast hér.

Við skulum hefja þetta ár á því að greina frá úrslitum í kosningunni um orð ársins.

Og orð ársins 2024 er: Forsetagæi.

26 orð tóku þátt í kosningunni í þetta skipti. Eins og venjulega fóru tíu stigahæstu orðin úr fyrri umferð kosninganna áfram í þá seinni. Þetta voru orðin:

Samkvæmt skilgreiningu í Orðabókinni er forsetagæi eiginmaður eða karlkyns maki forseta. Maður í þessu hlutverki hafði ekki verið til á Íslandi fyrr en árið 2024 og því þótti sumum nauðsynlegt að eiga orð yfir hann.

Samkvæmt mínum heimildum er Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, höfundur og upphafsmaður orðsins. Og það á vel við núna þegar nafn hennar er á allra vörum eftir

Í öðru sæti í kosingunni varð nýslendingur, sem er orð yfir nýbúa á Íslandi.

Þriðja sætinu skiptu með sér orðin djúpfölsun og leikbreytir.

Ábending

Virkum í athugasemdum og öðrum viðkvæmum litlum sálum skal hér bent á að það þarf ekki að vera til bara eitt orð yfir hvern hlut eða fyrirbæri. Það er allt í lagi að það séu til fleiri en eitt orð sem merkja það sama! Ef okkur er illa við einhver orð er bara eitt að gera, og það er að nota þau ekki!

Fyrirfram þakkir fyrir að kvarta ekki yfir því að þetta orð sé til!