Hleðslukvíði er orð ársins 2022

Kosningu um orð ársins 2022 hjá Orðabókinni er nú lokið. Sigurvegarinn í kosningunni er Hleðslukvíði.

Hleðslukvíði er tilfinning sem eigendur rafmagnsbíla og rafmagnshjóla kannast við þegar þau óttast að komast ekki á leiðarenda með orkunni sem er eftir á batteríinu.

Við könnumst líka við þessa tilfinningu þegar við höfum áhyggjur af því að rafhlaðan í símanum tæmist við óheppilegar aðstæður, t.d. úti á djamminu eða á ferðalögum þar sem engin rafmagnsinnstunga er nærri.

Þakka öllum sem tóku þátt í kosningunni. Verið dugleg að búa til ný orð árið 2023.

Og ég lofa að skrifa um eitthvað annað en orð ársins á þennan vef á þessu ári, og hafa hann virkari en á því síðasta. Það verður ekki erfitt.

Orð ársins 2022 hjá nokkrum öðrum:

Orð ársins hjá orðabókinni frá upphafi:

Til upprifjunar er hér listi yfir orð ársins hjá Orðabókinni frá upphafi: