Seinni umferð kosninganna um orð ársins 2021 er opinberlega hafin. Nú á að kjósa eitt af tíu stigahæstu orðunum sem komust áfram úr fyrri umferðinni.
Hér er hægt að taka þátt í kosningunni um orð ársins 2021.
Útskýringarnar á orðunum eru allar á vefnum Orðabókin.is.
Tíu stigahæstu orðin eru, í stafrófsröð:
- Eldfjalladólgur
- Fávitavarpið
- Gosórói
- Grímuskylda
- Liprunarbréf
- Mótefnaöfund
- Óróapúls
- Rafskotta
- Slaufunarmenning
- Trampólínveður
Úrslit kosninganna verða svo kunngjörð einhverntíma fyrri hluta janúar 2022.