Veikindi

Síðasta vika var leiðinleg. Hún einkenndist meira og minna af veikindum.

En eitthvað verður maður að gera þó að maður sé veikur og treysti sér ekki út úr húsi.

Veikindi eru góður tími til að hugsa, skipuleggja og gera tilraunir.

Ég er sem sagt farinn að huga að því hvers konar vefumsjónarkerfi hentar fyrir þetta verkefni. Er að kanna hvaða kosti og galla Drupal-vefumsjónarkerfið hefur og er búinn að setja upp vef sem þjónar hlutverki sandkassa, leik- og tilraunasvæðis. Hér má smella til að skoða Drupal-vefinn.

Um helgina setti ég svo upp sambærilegan vef til að kanna kosti og galla WordPress-kerfisins. Hér má smella til að skoða WordPress-útgáfuna.

Það má þó ekki bindast þessum vefjum of tilfinningalegum böndum, setja þá í bókamerki eða gera þá að upphafssíðum í vafranum, því þeim verður báðum eytt þegar verkefninu er lokið.