Netkönnun

Stutt netkönnun er farin í loftið. Það tekur um tvær til fimm mínútur að svara henni.
Hér má smella til að taka þátt í könnuninni.

Hún er gerð til að kanna hug notenda til svipaðra vefja, sem sagt annarra orðabóka á rafrænu formi, og hvaða væntingar þeir hafa til þeirra.

Hún verður opin eitthvað fram í miðjan október.

Byrjaði á að herja á nokkra framhaldsskóla til að taka þátt í henni, vegna þess að framhaldsskólanemendur eru einn af skilgreindum markhópum vefsins. Stjórnendur skólanna hafa hingað til tekið beiðninni vel.

Þetta þýðir þó ekki að aðrir aldurshópar megi ekki taka þátt. Helst vil ég fá svör frá öllum aldurshópum.

Því miður eru engin verðlaun í boði nema gleðin og ánægjan yfir því að hafa gefið mér tíma af lífi sínu og að hafa stuðlað að framgangi vísindanna.