Yfirvofandi afmæli

Eftirfarandi texti birtist í auglýsingu í Fjarðarpóstinum 21. mars:

Hressing í boði í Garðakirkju og stuttir orgeltónleikar þar sem Guðmundur Sigurðsson, organisti Hafnarfjarðarkirkju, leikur orgelverk úr Hafnarfirði og Garðabæ í tilefni af 10 ára afmæli orgela Hafnarfjarðarkirkju og yfirvofandi 50 ára afmæli orgels Garðakirkju.

Fjarðarpósturinn 21. mars 2019.

Samkvæmt minni tilfinningu er rangt að tala um að afmæli séu yfirvofandi.

Yfirvofandi hlutir eða atburðir eru slæmir eða leiðinlegir. Það má segja að náttúruhamfarir, gjaldþrot, verkföll, uppsagnir eða stríð séu yfirvofandi.

En tilfinning mín býður ekki upp á að atburðir séu yfirvofandi ef það er tilefni til að gleðjast eða fagna þeim.

Sjá einnig: Vísindavefurinn: Felst neikvæð merking í því „að eitthvað sé yfirvofandi“?

Kirkjuorgelganga
Skjáskot af auglýsingu um yfirvofandi afmæli. Fjarðarpósturinn 21. mars 2019.