Úrslitin eru ljós í kosningunni um Orð ársins 2021.
Og orð ársins 2021 í Orðabókinni er Óróapúls. Eins og hjá RÚV.
Óróapúls er mikill fjöldi lítilla jarðskjálfta sem verða með örstuttu millibili.
Orðið mun fyrst hafa birst á prenti á litlum og óáberandi stað í tímariti Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja í desember 2014, skv. vefnum timarit.is.
Það var svo á allra vörum í tengslum við jarðhræringar og eldgos á Reykjanesi í febrúar og mars 2021.
Úrslit kosninganna
Í seinni umferð kosninganna stóð valið á milli tíu stigahæstu orðanna úr fyrri umferðinni.
194 atkvæði voru greidd í seinni umferðinni. Hér eru úrslitin úr henni. Orðunum er raðað eftir fjölda atkvæða, með atkvæðafjölda innan sviga:
- Óróapúls (39)
- Mótefnaöfund (31)
- Gosórói (26)
- Grímuskylda (25)
- Eldfjalladólgur (16)
- Slaufunarmenning (16)
- Trampólínveður (12)
- Rafskotta (11)
- Liprunarbréf (9)
- Fávitavarpið (8)