Menn geta haft ýmsar skoðanir á Kóka kóla. Besta gosdrykk í heimi. Ameríska auðvaldsdrykknum. Táknmynd fyrir allt slæmt sem kemur frá Ameríku og er að eyðileggja íslenska siði og menningu.
Sumir elska þennan drykk. Aðrir elska að hata hann.
En hrós dagsins fær Coca-Cola European Partners Ísland, (hér skulum við ekki ræða um nafnið á fyrirtækinu), fyrir að skipta ensku vöruheiti út fyrir íslenskt. Coca-Cola Zero Sykur verður Coca-Cola án sykurs.
Áfram íslenska!