Fyrri umferð kosningarinnar um orð ársins er nú í fullum gangi. Ef árið 2020 var ár veiru- og faraldsfræðinga (eða faraldursfræðinga?) verður 2021 líklega ár jarðskjálfta- og eldgosasérfræðinga. Það er a.m.k. mikið af skjálfta- og gostengdum orðum á listanum að þessu sinni.
Hér er hægt að taka þátt í valinu á orði ársins 2021.
27 orð berjast um titilinn Orð ársins 2021. Útskýringar á þeim má allar finna á vefnum Orðabókin.is. Þau hafa ekki öll komið til sögunnar á þessu ári, en eiga það sameiginlegt að hafa bæst við safnið undanfarið ár, eða eftir að síðasta kosning hófst, í byrjun nóvember 2020.
Orðin á listanum eru eftirfarandi, í stafrófsröð:
- Andskynsemi
- Bjálkablinda
- Eldfjalladólgur
- Eldsuppkomunæmi
- Falsskjálfti
- Fávitavarpið
- Geitin
- Gleraulabárður
- Gosórói
- Grímuskylda
- Kúkla
- Kærustufaggi
- Liprunarbréf
- Mótefnabílstjóri
- Mótefnaöfund
- Óróapúls
- Pungrotta
- Rafskotta
- Sinnisgrútur
- Skjálftanæmni
- Skjálftariða
- Skjálfviti
- Slaufunarmenning
- Sófariddari
- Sóttvarnahliðarspor
- Staraþon
- Trampólínveður