Árnastofnun

Laugavegur 13
Laugavegur 13

Þetta er Laugavegur 13 í Reykjavík á fallegum haustdegi.

Þar er orðfræðisvið Árnastofnunar til húsa.

Ég fór í heimsókn þangað í síðustu viku, rétt fyrir veikindi, og fékk smá leiðsögn um grundvallarrit í orðabókarfræði.

Því að í greinargerðinni sem á að skila með vefnum vil ég hafa einhverja umfjöllun um fræðigreinina, verkefni hennar og viðfangsefni og segja frá því hvaða ákvarðanir þarf að taka við samsetningu orðabóka.

Þakkir fyrir móttökur og leiðsögn fá Eva María og Halldóra hjá Árnastofnun.