Ordabokin.is er seinni hluti af lokaverkefni í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Fyrri hluti verkefnisins er greinargerðin Orðin skipta máli: Orðabókin.is verður til.
Á vefnum birtist grunnur eða vísir að orðabók, sem síðar er ætlunin að byggja við. Áherslan í orðabókinni verður lögð á slangurorð, nýyrði og orð sem hafa fengið nýja merkingu á undanförnum árum.
Orðabókin er opin öllum án endurgjalds og hver sem er má senda inn tillögur að viðbótum, endurbótum og leiðréttingum á eldra efni. Hún verður þó undir valdi ritstjóra (höfundar og eiganda) sem fer yfir tillögurnar áður en þær birtast.
Þessi vefur, blogg.ordabokin.is, er upplýsinga- og fréttavefur orðabókarinnar. Hér verða birtar reglulegar hugleiðingar, færslur og fréttir af því hvernig orðabókinni miðar áfram.
Hér birtast einnig textaútgáfur af hlaðvarpsþáttum Málfarslögreglunnar.
Höfundur verkefnisins og eigandi vefsins er Atli Týr Ægisson.