Vefur sem tekur ekki breytingum er dauður. Undanfarnar tvær vikur, eða svo, hef ég verið að prófa mig áfram með nýtt útlit á Orðabókinni. Breytingarnar eru ekki stórvægilegar fyrir hinn almenna notanda en þær auðvelda mér uppfærslu og umsjón með Orðabókinni.
Ég ákvað að fjárfesta í þemanu Avada. Eftir að hafa fiktað í því og sett vefinn upp eins og ég vil hafa hann gat ég losað mig við fullt af WordPress-viðbótum. Þetta þema hefur allt sem hugurinn girnist þegar kemur að uppsetngu vefsins. (Nei, ég fæ ekki borgað fyrir að skrifa þetta).
Uppsetningu á nýja þemanu er að mestu lokið, en ennþá á eftir að breyta einhverjum smáatriðum, þýða nokkur ensk orð og fleira smálegt.
Notendur sem verða varir við eitthvað óeðlilegt á Orðabókinni mega gjarnan hafa samband og láta vita af því.
Nú þarf ég vonandi ekki að eyða eins miklum tíma í uppfærslur á viðbótum og áður í hvert skipti sem ég fer inn á vefinn og get einbeitt mér að efnisvinnslunni. Ég hef líka á tilfinningunni að Orðabókin sé strax orðin sýnilegri í Google og að umferð um hana hafi aukist við þessar breytingar. En það er bara tilfinning og þarf að staðfesta hana með mælingum.
Fulla ferð áfram!