Kosningin um orð ársins er nú í fullum gangi – hún stendur yfir þar til í byrjun desember.
Í fyrri umferð kosninganna er kosið milli allra orða sem hafa bæst við Orðabókina frá 1. nóvember 2017 til 1. nóvember 2018. Það er 51 orð.
Orðin hafa samt ekki öll komið til sögunnar á þessu ári. Sum þeirra voru áberandi í þjóðmálaumræðunni á árinu. Önnur fundust bara við vafur á vefnum og mér fannst þau eiga heima í Orðabókinni. Og sum eru komin til vegna ábendinga frá lesendum Orðabókarinnar.
Í fyrri umferðinni má velja allt að fimm orð og gefa þeim stig. Tíu stigahæstu orðin í lok umferðinnar komast áfram í seinni umferð.
Minnt er á að á vefnum ordabokin.is má nálgast útskýringar á öllum orðunum.
Orðin sem kosið er um eru eftirfarandi:
- Ábyrgðarmóða
- Áhrifavaldur
- Blandlit
- Bomsubúðir
- Bongó
- Borgarlína
- Bullyrðing
- Bumbubúi
- Forritið
- Fortnite-spilari
- Frekkur
- Gandverk
- Hámhorf
- Heilakitl
- Húh
- Innviðir
- Kjötheimur
- Klukkuþreyta
- Kolgríma
- Kynsegin
- Lasarus
- Leppalúðast
- Lúsapóstur
- Menndurtekning
- Menningarnám
- Mórall
- Plokka
- Prófljóta
- Pylsupartý
- Rafrildi
- Risaeðla
- Sannlíki
- Sjomli
- Skjáni
- Skuldaskræfa
- Spjallfall
- Stöðustuldur
- Stöðutaka
- Surtsgríma
- Svartlit
- Sveski
- Svifryk
- Sýna/Seena
- Taðreynd
- Tengja
- Tinderbykkja
- Tinderdufl
- Tröll
- Þindarfynd
- Þroskaþjófur
- Þverfimi