Haustönnin 2016 er meira en hálfnuð! Og mér finnst ég ekki vera byrjaður að gera neitt. Það er því kannski tími til kominn að líta yfir farinn veg, skoða hvað er búið og skipuleggja næstu skref.
Hvað er búið?
- Setja upp framkvæmdaáætlun.
- Netkönnun. Um 200 manns eru búin að svara henni.
- Veftré – Flokkaheitin í aðalleiðakerfinu eru a.m.k. komin á hreint.
- Skilgreina markhópa.
- Skilgreina samkeppnisvefi/fyrirmyndir.
- Grunnur að orðasafni.
- Ákveða uppbyggingu á efni og orðskýringum.
Verkefnalistinn næstu þrjár til fjórar vikurnar
(flest verkefni eru komin af stað, en ekkert þeirra er búið):
- Skoða og vinna úr svörum í netkönnun.
- SVÓT-greining á verkefninu.
- Vinna e.k. samkeppnisgreiningu á fyrirfram ákveðnum vefjum.
- Koma skipulagi á greinargerðina, sem inniheldur fræðilega hluta verkefnisins. Setja upp beinagrind að efni.
- Finna fleiri heimildir til að skoða.
- Skrifa orðskýringar við a.m.k. 50 fyrstu orðin, til að byrja með.
- Skrifa handrit að og taka upp a.m.k. þrjá podcast-þætti.
- Prófa virkni vefumsjónarkerfa og ákveða hvað hentar best. (Finnst líklegt þegar hér er komið sögu að WordPress verði fyrir valinu, með tilheyrandi viðbótum).
- Gera leitarmöguleikann á vefnum eins fullkominn og ég vil hafa hann. Hef ákveðið að leita aðstoðar forritara eða sérfræðinga við þann hluta.
Frí? Hvað er það?
Það er a.m.k. ekki til í orðabókinni minni…